Gerið bændur ábyrga!

Það er löngu orðið tímabært að bændur haldi þessum skepnum sínum frá vegum landsins áður en einhver drepur sig. Bændur ættu að vera gerðir ábyrgir aki fólk á dýrin þeirra á vegum landsins. Haldið skepnunum af vegunum. Mér dettur ekki í hug að láta einhvern bóndadurg vita ef ég keyri niður skepnuna hans. frekar að ég taki dýrið með heim og hendi því á grillið. 
mbl.is Talsvert ekið á sauðfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Áður en fólk drepur sig?

Það er nú ekki langt síðan kona með barn sveigði frá kind sem stökk út á veginn og lenti út af og velti .. man ekki betur en að konan lifði ekki.

Þetta var fyrir einhverjum árum.

Það er undarlegt að þótt bændur eigi samkvæmt lögum að hafa kindur innan girðingar, og ólöglegt er að hafa skepnur í lausagöngu .. að þá á bílstjórinn að bæta bónda tjónið ef hann ekur á dýrið. Mig minnir að það sé þannig ennþá .. bara fáránlegt.

ThoR-E, 19.8.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Davíð Kristján Anderson

Já? Og ekki enn búið að breyta löggjöfinni. Sennilega hafa fleiri látið lífið vegna lausagöngu búfénaðar í þessu landi. 

Veit ekki betur en að ökumaður sé enn bótaskyldur og situr svo uppi með eigið tjón í ofanálag.  Ætli Ísland sé ekki eina landið í Evrópu þar sem löggjöfin er svona öfugsnúin? Ég veit að í Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi er bóndinn ábyrgur fyrir slysum sem stafa af lausagöngu búfénaðar.

Davíð Kristján Anderson, 19.8.2009 kl. 14:03

3 identicon

Við lifum á árinu 2009 og þar með í svokölluðu siðmenntuðu þjóðfélagi og er því algjörlega óskiljanlegt að bændur skuli ekki vera ábyrgir fyrir því að búfénaður sé ekki vaðandi um og í kring um fjölfarna þjóðvegi landsins. Það þarf að taka á þessu máli og gera bændum skylt að hafa dýrin á þeim stöðum þar sem ekki er hætta á umferðarslysum. Ég veit ekki betur en að hross séu ekki leyfileg í lausagöngu á þjóðvegum landsins og það sama á að gilda um búfénað. Það er verið að beina ferðamönnum hingað til lands í stórum stíl og ekki hægt að bjóða fólki uppá að aka um þar sem rollurnar valsa um vegina óáreittar!

Edda (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband